Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 339  —  332. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um Súðavíkurhlíð.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hve oft hefur verið ófært milli Ísafjarðar og Súðavíkur (og þar af leiðandi milli Ísafjarðar og Reykjavíkur) á ári sökum tafa eða lokana á Súðavíkurhlíð síðastliðin tíu ár?
     2.      Hvað hefur Vegagerðin og eftir atvikum hlutaðeigandi sveitarfélög, Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur, ráðstafað miklum fjármunum í viðhald, viðbætur og mokstur á veginum við Súðavíkurhlíð til að halda honum ökufærum á síðastliðnum tíu árum?


Skriflegt svar óskast.